
Viltu breyta til? Við bjóðum upp á víetnamskan veislumat!
Hafðu samband og við sendum þér hugmyndaseðil
Nokrir ómissandi réttir
PHO núðlusúpa
Þessi súpa þykir einn besti víetnamski rétturinn.
Banh mi
Samloka sem á rætur að rekja til Saigon. Blanda af kjöti, osti, fersku og súrsuðu gærnmeti, smjöri og chilisósu. Endalaus tilbrigði í raun og veru.
Goi cuon sumarrúllan
Þetta er fersk vorrúlla, fyllt með fersku grænmeti, rækjum, svínakjöti, basil, graslauk og svo framvegis. Rúllað upp í hrísgrjónapappír.
Berum rúlluna fram með mam nem sósu (fisksósa) eða tuong den sem er þykk sojasósa.
Banh Xeo
Vinsæll veisluréttur en hér á ferð crepe (pönnukaka) og oft kölluð „steikjandi kaka“ vegna þess að hún er snöggsteikt. Fyllt með til dæmis rækjum, svínakjöti, kryddjurtum, lauk og baunaspírum.