20&SJÖ mathús & bar tók til starfa 11. mars 2020. Með bjartsýni að vopni tókum við fyrstu skrefin um leið og heimsfaraldurinn yfirtók samfélagið.
Maturinn okkar er að mestu ættaður frá löndum Miðjarðarhafsins og suðausturhluta Asíu. Matseðillinn er í stöðugri þróun og við kynnum nýjungar reglulega. Við leggjum áherslu að bjóða vandaðan vínseðil á sanngjörnu verði.
Við búum svo vel að hafa rúmgóðan og fallegan veitingasal og getum því boðið fólki að halda veislur og viðburði hjá okkur. Sú hefur líka orðið raunin, fermingar, brúðkaup, útskriftir og stórafmæli fara fram í hverjum mánuði. Aðkoma er afar þægileg, nóg af bílastæðum og þá má ekki gleyma útsýninu yfir Elliðavatn og til fjalla. Óborganlegt í öllum veðrum.
Yfirkokkur og hugsuður er Helgi Sverrisson. Framleiðslustjóri er Obinna Anuforo, aðstoðaryfirkokkur og framkvæmdastjóri er Trung That Thá. Veitingastjóri er Margrét Sigmundsdóttir.