© 20&SJÖ mathús 2025

Muhammara á rætur að rekja til Aleppo í Sýrlandi og hefur verið borið fram
í árhundruð sem hluti af levantískri meze‑hefð en hún sameinar
arabíska, armeníska og tyrkneska matargerð.

  • 1 rauður chilipipar

  • 5 paprikur

  • 200 gr valhnetur

  • 3 stórir laukar

  • 2 brauðsneiðar, án skorpu

  • 3 tsk olífuolía

  • 1 dós niðursoðnir tómatar

  • 100 gr fennel

  • 100 gr sellerí

  • 1 tsk timían

  • ½ tsk rósmarín

  • 1 tsk cummin

  • 1 tsk kóríander ómulinn

  • ½ tsk svartur pipar

  • 1 msk ferskt basil

  • 1 msk grænmetiskraftur

  • 2 msk paprikuduft

  • ½  lítri vatn

  • 100 ml rauðvín

  • Olífuolía

AÐFERÐ

INNIHALD


TÓMATSOÐIÐ

Laukurinn saxaður, settur í pott og látinn malla þar til hann er glær.

Fennel, sellerí, chili bætt út í. Síðan er niðursoðnum tómötum, öllum kryddunum
og grænmetiskraftinum bætt út í. Rauðvíninu hellt í pottinn.
Látið suðuna koma upp og látið síðan malla við lágan hita í klukkustund.

Soðið er sett í gegnum sigti í skál. Notið sleif til að þrýsta sem mestu af grænmetinu í gegn.
Þolinmæði og töluverður kraftur skiptir máli hér.


PAPRIKAN

Þá er komið að paprikunni. Skerið paprikuna í tvennt, setjið á bökunarplötu,
penslið með olífuolíu. Setjið í 250 gráðu heitan ofn, með blæstri, og bakið
þangað til paprikurnar eru orðnar svartar að utan.

Takið paprikurnar út, setjið í skál og breiðið plastfilmu yfir.
Látið liggja í 10 mínútur – en á þeirri stundu hefur svarta húðin losnað
og auðvelt er að fjarlægja hana.

Paprikan er sett í matvinnsluvél ásamt valhnetunum, olífuolíu og brauðsneiðunum.
Þessu er blandað saman þar til úr verður þykkt mauk.


LOKAKAFLINN

Þá er soðinu bætt út í maukið, nokkrum teskeiðum í senn, þangað til blandan er hæfilega þykk.
Smakkið og bætið, ef vill, við hálfri teskeið af salti og tabasco sósu.
Allt eftir smekk.