© 20&SJÖ mathús 2025

Þetta soð er grundvöllur margra rétta, hjartað í eldhúsinu.
Tómatar eru dásamleg fyrirbrigði, safna í sig sólinni og skila henni í hverja skál.

1 rauður chilipipar

3 stórir laukar

3 tsk olífuolía

1 dós niðursoðnir tómatar

100 gr fennel

100 gr sellerí

1 tsk timían

½ tsk rósmarín

1 tsk cummin

1 tsk kóríander ómulinn

½ tsk svartur pipar

1 msk ferskt basil

1 msk grænmetiskraftur

2 msk paprikuduft

½  lítri vatn

100 ml rauðvín

AÐFERÐ

INNIHALD


Laukurinn saxaður, settur í pott og látinn malla þar til hann er glær.

Fennel, sellerí, chili bætt út í. Síðan er niðursoðnum tómötum, öllum kryddunum
og grænmetiskraftinum bætt út í. Rauðvíninu hellt í pottinn.
Látið suðuna koma upp og látið síðan malla við lágan hita í klukkustund.

Soðið er sett í gegnum sigti í skál. Notið sleif til að þrýsta sem mestu af grænmetinu í gegn.
Þolinmæði og töluverður kraftur skiptir máli hér.