© 20&SJÖ mathús / 2025

Ragù di agnello er hægsoðin ítölsk lambapastasósa frá
Abruzzo‑ og Molise‑fjallahéruðum, þar sem lamb, tómatar, hvítvín og kryddjurtir mætast.
Rétturinn er afar vinsæll í heimalandinu, Ítalíu, en líka um veröld alla.

500 gr Bucatini pasta*

1 stór laukur

2 gulrætur

1/2 fennel

1 græn paprika

1 msk ferskt basil

1 tsk oregano

1/2 msk rósamarín

1 lárviðarlauf

200 ml tómatsoð (sjá uppskrift)

150 ml lambasoð (sjá uppskrift)

200 gr hægeldað lamb (sjá uppskrift)

100 gr Parmigiano Reggiano rifinn

AÐFERÐ

Skerið grænmetið í teninga, um það bil 1,5 cm breiða.
Setjið ásamt olíunni í djúpa pönnu og látið malla í fjórar mínútur.

Takið hægeldað lambið og skerið í um það bil 3ja cm bita og setjið í pönnuna.

Bætið bæði lambasoði og tómasoði út í pönnuna og látið sjóða þar til mátuleg þykkt hefur náðst.

Sjóðið pastað og þegar það er klárt þá fer það líka í pönnuna.

Þá er rétturinn að verða tilbúinn, setjið rifinn ostinn yfir og skreytið með ferskri basilíku.

Þessi uppskrift er fyrir fjóra.

INNIHALD